App ist vorübergehend nicht verfügbar

FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN - Listin að lesa

Veröffentlicht von: Raddlist

Beschreibung

ÖLL MÁLHLJÓÐIN í íslensku eru æfð í Froskaleikurinn - Skólameistarinn. Þar segir frá froskinum Hoppa sem missir málið eftir að galdrakarl lagði á hann álög. Í skemmtilegum hljóðgreiningarleik þarf Hoppi að leysa ýmsar þrautir til að komast í galdrakastalann sem geymir lausnina að því að hann nái málinu aftur. Börnin hjálpa Hoppa að finna galdrabókina, töfrasprotann og lykilinn að kastalanum. Þar þarf að brugga galdraseyði fyrir Hoppa svo hann fái málið aftur. Íslensku málhljóðin eru æfði í erfiðleikaröð með æfingum í hljóðavitund, hljóðgreiningu, tengingu hljóðs við bókstaf, mynd af orði og skrifuðu orði. Allt eru þetta mjög mikilvægir þættir í hljóðkerfisvitund og nefnuhraða til undirbúnings læsi og lesfimi. Bókstafir málhljóðanna sem ekki eru sögð fremst í orðum eru merktir sérstaklega þar sem þeir koma fyrir í orðunum.
Þar eru hljóð aftast og í miðju (ng, ð, mjúka G).
Sólin í hverju borði gefur greinargóðar upplýsingar um hvað á að gera hverju sinni.

Höfundur smáforritsins er talmeinafræðingur með margra ára reynslu í starfi á Íslandi. Byggt er á rannsóknum um hvaða grunnfærni einstaklingur þarf að hafa til að læra að lesa; m.a. ákveðnum þáttum í hljóðkerfisvitund og úrvinnslu, vitund um letur, gott talmál og að kalla fram hljóðrænar upplýsingar í orðaminni þegar þekkja á skrifuð orð. Allir þessir þættir stuðla að lestrarnákvæmni og lestraröryggi sem er forsenda sjálfvirkni í lestri.

Góður málskilningur og orðaforði er undirstaða fyrir góðan lesskilning. Í smáforritinu eru hundruð orða kennd með íslenskum teikningum Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur og Búa Kristjánssonar auk þess sem öll orð eru talsett af Védísi Hervöru Árnadóttur og Felix Bergssyni.
Mikilvægar ábendingar frá Hoppa froski:
Smellið á blikkandi sjónvarp efst uppi til hægri til að heyra söguna í upphafi.
Borðin í Froskaleiknum eru læst þannig að í fyrstu umferð verður nemandi að fara í gegnum hvert og eitt hljóð/staf einu sinni og ná öllum 4 stjörnum i hverju leikborði. Annars hoppar Hoppi ekki áfram. Eftir það opnast leikurinn og hægt að velja af handahófi. Markmiðið er kennslufræðilegs eðlis, tryggja sem mest og best nám hjá hverju barni.
Málhljóðin í Froskaleiknum eru æfð í gegnum leik þar sem lögð er áhersla á:

1) Hljóðavitund. Kynning á bókstaf, hljóði og fingrastafrófi. Þá er fyrirmynd fyrir hljóðið kynnt með vísan í heyrn- sjónrænt minni með lítilli sögu fyrir hvert hljóð

2) Hljóðatenging og umskráning: lítill/stór stafur. Bókstafur tengdur við hljóðið sem sýnt er með táknmynd þess. En þar er umskráning æfð sem mikilvæg er til undirbúnings lestrarferlinu. Stjörnugjöf og stika sem sýnir hvar þú ert kominn

3) Hljóðgreining. Hljóð tengt við mynd þar sem tengja þarf rétt hljóð við rétt orð. Stjörnugjöf og stika sem sýnir þér hvar þú ert kominn

4) Hljóðgreining og skrifað orð, nefnuhraði > að þekkja skrifað orð og kalla fram úr orðasafni hljóðrænar upplýsingar. Barnið smellir á skrifuðu orðin til að heyra heiti þeirra, hlustar vel á orðin og velur rétta hljóðamynd fyrir hljóðið. Smám saman tileinkar barnið sér ákveðna sjálfvirkni í að lesa ritháttarmyndina fyrir orðið og tengir við hljóðkerfisvitundina
Forritið er fyrir börn frá 4 – 5 ára aldri og hentar langt fram á grunnskólaaldur, eftir eðli mála. Forritið gefur möguleika á að velja léttari æfingar fyrir byrjendur. Röð hljóða fylgir sömu röð og íslensk börn tileinka sér þau í máltökunni en fylgja ekki hefðbundinni stafrófsröð. Hægt er að skrá nemanda og fylgjast með stöðu hans hverju sinni. Þá er hægt að prenta út upplýsingar og senda þær í tölvupósti.
Engar auglýsingar eru í smáforritinu. Foreldravörn.
Við þökkum eftirtöldum stuðningsaðilum fyrir að stuðla að betri málþroska og læsi íslenskra barna:
Eftirtalin fyrirtæki gerðu aðlögun smáforritanna í símaútgáfu mögulega: Novator, Norðurál, Hagar, KPMG Íslandi og HS Orka.
Styrkir vegna þróunar Froskaleikja Hoppa: Þróunarsjóður námsgagna, Barnavinafélagið Sumargjöf og Barnamenningarsjóður
Ausblenden Mehr anzeigen...

Screenshots

FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN Häufige Fragen

  • Ist FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN kostenlos?

    Ja, FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN ist komplett kostenlos und enthält keine In-App-Käufe oder Abonnements.

  • Ist FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN seriös?

    Nicht genügend Bewertungen, um eine zuverlässige Einschätzung vorzunehmen. Die App benötigt mehr Nutzerfeedback.

    Danke für die Stimme

  • Wie viel kostet FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN?

    FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN ist kostenlos.

  • Wie hoch ist der Umsatz von FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN?

    Um geschätzte Einnahmen der FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN-App und weitere AppStore-Einblicke zu erhalten, können Sie sich bei der AppTail Mobile Analytics Platform anmelden.

Benutzerbewertung
Die App ist in Vereinigtes Königreich noch nicht bewertet.
Bewertungsverlauf

FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN Bewertungen

Absolutely great! My kids love Hoppy frog

Johanna Johans on

Vereinigte Staaten

My kids are Learning a lot and were excited to move through the sounds and letters towards the castle. How wonderful story, pictures and song for kids! Takk fyrir laga app - við elskum Hoppa frog

Vel unnið smáforrit

Leikskólinn Gimli on

Vereinigte Staaten

Vel unnið smáforrit sem auðvelt er að vinn með og skemmtileg aðferð að kenna börnum hljóðin og efla hljóðkerfis vitund þeirra. Kveðja Leikskólinn Gimli

FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN Konkurrenten

Name
Georg og félagar
Georg og leikirnir
Prím
Orðagull
Kennsluappið
Innipúkinn í umferðinni
Orðaleikurinn
Lestrarleikurinn
Lærum stafina
Í Talnalandi
Leikskólastærðfræði

FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN Installationen

Letzte 30 Tage

FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN Umsatz

Letzte 30 Tage

FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN Einnahmen und Downloads

Gewinnen Sie wertvolle Einblicke in die Leistung von FROSKALEIKUR - SKÓLAMEISTARINN mit unserer Analytik.
Melden Sie sich jetzt an, um Zugriff auf Downloads, Einnahmen und mehr zu erhalten.

App-Informationen

Kategorie
Education
Herausgeber
Raddlist
Sprachen
English
Letzte Veröffentlichung
2.0 (vor 8 Jahren )
Veröffentlicht am
Nov 18, 2014 (vor 10 Jahren )
Zuletzt aktualisiert
vor 2 Wochen